- Advertisement -

Mogginn berst fyrir launalækkunum almennings og hnýtir svo í Bjarna Ben

Ragnar Árnason hagfræðiprófessor.
Mynd: Háskóli Íslands.

Mogginn slær hvergi af. Áfram er haldið að klifa á að allur almenningur hafi ofurlaun. Og að því verði að breyta eða þá að skera niður opinbera þjónustu eða þá að hækka skatta. Mogginn kallar Ragnar Árnason hagfræðing til verka. Ragnar segir:

„Launa­stigið er enda orðið of hátt til að landið geti verið sam­keppn­is­hæft á er­lend­um vett­vangi. Við það bæt­ast aukn­ar rík­is­skuld­ir. Þótt við kom­umst upp úr hol­unni, sem kór­ónukrepp­an skil­ur eft­ir sig á ár­inu 2022, sem er mjög lík­legt, verður það ein­ung­is til þess að við náum aft­ur jöfnuði miðað við fyrra ástand. Þ.e.a.s. áður en komið er að því að greiða vexti af þess­um nýju lán­um.“

„Þess vegna eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að við verðum annaðhvort að skera niður op­in­ber út­gjöld eða hækka skatta. Það þarf að eiga sér stað mjög mik­ill hag­vöxt­ur, um­fram það sem þarf til að kom­ast upp úr hol­unni, til þess að við get­um forðast þessa tvo kosti. Sá hag­vöxt­ur er ekki fyr­ir­sjá­an­leg­ur,“ seg­ir Ragn­ar í Mogga dagsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo þetta: Hann tel­ur aðspurður að mynd­un vinstri stjórn­ar næsta haust kunni að festa þessi háu rík­is­út­gjöld og þar með hærri skatta í sessi.

„Reynsl­an bend­ir til þess. Vinstri­stjórn­in 2009-2013… hækkaði skatta og rík­is­út­gjöld mjög mikið, og þótt Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi stjórnað fjár­málaráðuneyt­inu nær all­ar göt­ur síðan hafa þess­ar skatta­hækk­an­ir og aukn­ing á rík­is­út­gjöld­um ekki gengið til baka. Því er hætt við að hið nýja þrep, sem við erum að stíga upp á, gæti orðið var­an­legt, sér­stak­lega ef vinstri­stjórn verður mynduð eft­ir kosn­ing­ar.“

Þarna er farið á gamlar slóðir og sótt að formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherranum, Bjarna Benediktssyni. Bjarni hét því, þegar hann kæmist til valda, að afleggja á einu augabragði alla þá skatta sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms setti á árunum 2009 til 2013. Það er önnur saga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: