Óðinn Jónsson, annar af ritstjórum ff7.is, settist niður með Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra. Viðtalið er á ff7.is. Hér er brotabrot af viðtalinu. Óðinn spyr:
Sumir hafa talað um að einkavæða ætti Keflavíkurflugvöll. Kemur það pólitískt til greina, að þínu mati?
„Núverandi ríkisstjórn mun allavega ekki stíga það skref.“
Ertu sjálfur andsnúinn þeirri hugmynd?
„Ég er á því að þetta snúist um þjónustu frekar en eignarhald, hvort sem um er að ræða þjónustu menntakerfisins, heilbrigðiskerfisins eða samgöngumannvirki. Aðalatriðið er að þjónustan sé í boði fyrir alla, ríkið tryggi hagsmuni allra hvað það varðar. Hver veiti þjónustuna velti svo á því hvað sé hagkvæmast. Flugvellir eru snúnir vegna þess að það er engin önnur lausn í boði og mjög erfitt að koma upp annarri lausn. Nágrannalönd okkar, þar sem verkefni einkaaðila hafa verið seld einkaaðilum, hafa mörg hver séð mjög eftir því og viljað stíga skrefið til baka. Ef við ætluðum að skoða einkavæðingu Keflavíkurflugvallar þyrftum við að gera það mjög vandlega. Hvað gerum við ef þessi flugvöllur lokast? Það eru ekki margir aðrir valkostir?“