- Advertisement -

MYNDIR – Íbúð í Árbænum hækkað um nærri 50 milljónir á þremur árum: „Þetta er orðinn crazy markaður“

Kaupverð raðhúsaíbúðar í Árbæ í Reykjavík hefur hækkað um nærri 50 milljónir á rúmum þremur árum. Í febrúar 2019 var ásett verð hennar 79,9 milljónir á meðan hún er auglýst á 129,3 milljónir í dag. Fasteignasali eignarinnar segir markaðinn vera orðinn „crazy“.

Umrædd eign hefur hækkað um 9 milljónir frá því í mars síðastliðnum. Þá var hún auglýst á 120 milljónir en birtist svo aftur núna þar sem eigendurnir fara fram á tæpar 130 milljónir. Það er hækkun uppá nærri 8 prósent á tveimur mánuðum. Íbúðin er fimm herbergja, 200,7 fermetra í raðhúsi við Reykás í Árbænum. Húsið var byggt árið 1983.

„Þetta er í rauninni ekkert hærra heldur en gengur og gerist og svo er stundum sem maður fær ekki alveg að ráða verðinu,“ segir Sandra Vestmann, fasteignasali hjá Nýju heimili, sem tók eignina nýlega í sölu, í samtali við Vísi.

Sandra viðurkennir að fasteignamarkaðurinn sé algjörlega kominn úr böndunum og ítrekar að það sé ekki vilji fasteignasala að hafa verðið sem allra hæst.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég er ekki að segja að það sé í þessu tilviki, en það er ekki alltaf sem við fáum að setja verð sem maður kannski vill að sé. Að sjálfsögðu vitum við það öll að þetta er orðinn crazy markaður. Þetta er bara orðið eins og uppboð í rauninni. Mér finnst þetta vera brjálæði þessar hækkanir og ég er sjálf í þeirri stöðu að ég ætla að bíða með að kaupa,“ segir Sandra.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af eigninni í Árbænum:Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: