- Advertisement -

Neytendur látnir styðja ferðaskrifstofur

Getur verið að höfundar aðgerðapakkans þjáist ríkisbubbablindu.

Andrés Ingi Jónsson skrifar:

Ferðamálaráðherra gerði það að hluta af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 að veikja neytendavernd. Hugmyndin er að losa ferðaskrifstofur tímabundið undan skyldu um að endurgreiða viðskiptavinum sínum pakkaferðir sem þarf að aflýsa, en leyfa þeim að gefa í staðinn út inneignarnótu sem hægt verður að nota í fyrsta lagi eftir rúmt ár. Það er sjálfsagt mál að reyna að styðja ferðaskrifstofur, en það hlýtur að vera hægt að finna sanngjarnari leið til þess en að láta neytendur gangast í ábyrgð fyrir þær.

Í sumar er fólk hvatt til að ferðast um Ísland. Hvernig á það að ganga upp hjá þeim fjölskyldum sem eru þvingaðar til að leggja mestallt lausafé sitt í inneignarnótu til næsta árs? Getur verið að höfundar aðgerðapakkans þjáist af svo rosalegri ríkisbubbablindu að þeir haldi að fjölskyldur liggi á almennt á lausum pening til að leggja út fyrir nokkrum sumarfríum á ári? Það er bara alls ekki staðan hjá flestum!

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ríkisbubbablinda í aðgerðum stjórnvalda

Ferðamálaráðherra gerði það að hluta af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 að veikja neytendavernd. Hugmyndin er að losa ferðaskrifstofur tímabundið undan skyldu um að endurgreiða viðskiptavinum sínum pakkaferðir sem þarf að aflýsa, en leyfa þeim að gefa í staðinn út inneignarnótu sem hægt verður að nota í fyrsta lagi eftir rúmt ár. Það er sjálfsagt mál að reyna að styðja ferðaskrifstofur, en það hlýtur að vera hægt að finna sanngjarnari leið til þess en að láta neytendur gangast í ábyrgð fyrir þær.Í sumar er fólk hvatt til að ferðast um Ísland. Hvernig á það að ganga upp hjá þeim fjölskyldum sem eru þvingaðar til að leggja mestallt lausafé sitt í inneignarnótu til næsta árs? Getur verið að höfundar aðgerðapakkans þjáist af svo rosalegri ríkisbubbablindu að þeir haldi að fjölskyldur liggi á almennt á lausum pening til að leggja út fyrir nokkrum sumarfríum á ári? Það er bara alls ekki staðan hjá flestum!

Posted by Andrés Ingi á þingi on Föstudagur, 24. apríl 2020

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: