- Advertisement -

Óbreyttir stýrivextir?

Efnahagsmál Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi. Ákvörðun nefndarinnar verður tilkynnt miðvikudaginn 10. febrúar næstkomandi en samhliða koma út Peningamál með uppfærðri þjóðhags- og verðbólguspá.

5.2.2016Landsbankinn segir: „Þróun helstu verðbólguhagvísa hefur verið nokkuð tíðindalítil frá síðasta vaxtarákvörðunarfundi nefndarinnar 9. desember síðastliðinn. Ársverðbólgan mælist á svipuðum slóðum en krónan hefur styrkst lítillega gagnvart viðskiptaveginni gengiskörfu, sem hefur að öðru óbreyttu dregið úr verðbólguþrýstingi.

Meginvextir SÍ, þ.e. þeir vextir sem ráða mestu um framvindu skammtímavaxta á markaði, eru vextir á bundnum innlánum fjármálastofnana hjá SÍ. Í kjölfar afnáms hafta má búast við að laust fé í bankakerfinu minnki verulega og bankarnir fari aftur að nýta sér veðlán í lausafjárstýringu. Meginvextir Seðlabanka Íslands myndu þá færast úr því að vera vextir á bundnum innlánum í að vera vextir á veðlánum, en vextir á veðlánum hjá Seðlabankanum eru 0,75 prósentustigum hærri enn vextir á bundnum innlánum. Ekki er ólíklegt að Peningastefnunefnd líti til þess að þetta sé ígildi vaxtahækkunar þar sem aðhaldsstig peningastefnunnar eykst í kjölfarið.“

Sjá nánar hér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: