- Advertisement -

Ódýrara að vera öryrki

Alþingi „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að mér finnst óeðlilegt að lægstu laun og bætur séu sama krónutala, mjög óeðlilegt. Það kostar að vera í vinnu, það kostar að hafa börn á leikskóla, þannig að ég lýsi nokkurri ábyrgð á verkalýðshreyfingu landsins fyrir að hafa ekki barist betur fyrir kjörum þeirra sem lægstu launin hafa,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, í þingræðu í dag.

Óeðlilega margir öryrkja

„Auðvitað er það svo að þetta stingur kannski einhvern og enginn vill vera öryrki og það er ekki það líf sem allir vilja. En fjárlaganefnd hefur aðeins verið að ræða þessi mál nú í vetur og verið að skoða að það er óeðlilega hátt hlutfall öryrkja hér á landi miðað við nágrannalöndin. Hátt í tíu prósent vinnubærra manna eru skráðir öryrkjar á Íslandi. Mér finnst það mjög óeðlilegt og við höfum verið að skoða hvað veldur því.,“ sagði formaðurinn.

100 milljarðar sem skila sér ekki

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vigdís hélt áfram að tala um meint svik. „Í tölum Tryggingastofnunar kemur fram að það liggi á bilinu 9–10 milljarðar í svikum í bótakerfunum. Komið hefur fram hjá ríkisskattstjóra að 80 milljarðar liggi í skattsvikum í skattkerfinu á ári. Við erum að tala þarna um tæpa 100 milljarða sem ekki skila sér inn í kerfið. Það er rúmlega heill Landspítali á ári sem liggur þarna úti í samfélaginu. Ég held frekar að stjórnvöld og stjórnarandstaðan ættu að ganga í það með okkur í meiri hlutanum að reyna að höfða til samvisku fólks að fara að skila þessu fé til ríkisins svo við getum farið í stórkostlegar hækkanir til þeirra sem þurfa að reiða sig á velferðarkerfið, netið sem búið er að búa til hér á landi, þannig að þeir sem virkilega þurfa á þessum bótum að halda geti þá haft það betra. Það er „win win-staða“ fyrir alla.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: