- Advertisement -

Okkar var tekið af yfirlæti og hroka 

Einnig má upplýsa að eftir að ég birti færslu á Facebook síðu minni í nóvember í fyrra þar sem ég taldi hugsanlegt að um eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar væri að ræða var haft „samband“ við mig af viðskiptafélaga bræðranna þar sem reynt var að hafa „áhrif“ á skrif mín um málið.

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar: Það er ljóst að íslenskir lífeyrissjóðir og ríkið urðu af tugum milljarða  króna vegna sölunnar á Bakkavör.

Við áttum fund með Landssamtökum lífeyrissjóða í nóvember í fyrra þar sem við vöktum athygli á málinu og kröfðumst þess að það yrði rannsakað þar sem tugir milljarða voru í húfi fyrir sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.

Máli okkar var tekið af ótrúlegu yfirlæti og hroka og enginn vilji var til að bregðast við þessu á nokkurn hátt. Á fundinum spurði ég formann og framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða hver tilgangur samtakanna væri ef þau teldu það ekki hlutverk sitt að bregðast við svona máli og verja hagsmuni sjóðfélaga í stað þess að breiða sífellt yfir mistök eða vafasamar ákvarðanir stjórnenda. Fátt var um svör eins og venjulega þegar svona mál koma upp frá samtökum sem eru kostuð af sjóðfélögum.

Einnig má upplýsa að eftir að ég birti færslu á Facebook síðu minni í nóvember í fyrra þar sem ég taldi hugsanlegt að um eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar væri að ræða var haft „samband“ við mig af viðskiptafélaga bræðranna þar sem reynt var að hafa „áhrif“ á skrif mín um málið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Meðfylgjandi er afrit af beiðni okkar og erindi til Landssamtaka lífeyrissjóða.

From: Vilhjálmur Birgisson [mailto:vilhjalmur@vlfa.is]

Sent: mánudagur, 27. nóvember 2017 20:24

To: Þórey S. Þórðardóttir <thorey@ll.is>; Þorbjörn Guðmundsson <thorbjorn@samidn.is>

Cc: Ragnar Þór Ingólfsson <ragnar@vr.is>

Subject: Ósk um fund-VR og Verkalýðsfélag Akraness

Sæl verið þið,

Ég og Ragnar Þór formaður VR óskum eftir að fá fund með ykkur í vikunni til að ræða og fá upplýsingar um sölu lífeyrissjóðanna og Arion banka sem átti sér stað 25. janúar 2016 á 46% hlut BG12 í breska félaginu Bakkavör group ltd.

Samkvæmt fréttum var kaupverðið 147 milljónir punda eða 27,4 milljarðar íslenskra króna sem þýðir að áætlað kaupverð nam um 320 milljónum punda eða um 60 milljörðum íslenskra króna á þáverandi gengi.

Það sem vekur furðu okkar er að einungis einu og hálfu ári eftir þessa sölu lífeyrissjóðanna er áætlað að markaðsvirði Bakkavarar sé 1.030 til 1.500 milljónir punda eða sem nemur 147 milljörðum til 207 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi.

Það blasir því að ef lífeyrissjóðirnir og Arion banki hefðu beðið eftir skráningu félagsins á markað hefði hlutur BG12 verið 68 til 95 milljarða virði eða sem nemur þrisvar til fimm sinnum hærra í pundum talið.

Það sem við formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR viljum fá svör við eru t.d. eftirfarandi:

  1. Hvað varð til þess að fyrirtæki í rekstri eins og Bakkavör margfaldar verðgildi sitt á einu ári?
  2. Hverjir voru ráðgjafar lífeyrissjóða í þessari sölu?
  3. Hvaða forsendur lágu að baki sölunni?

Við teljum mikilvægt að farið verði yfir þetta mál í ljósi þess að hér urðu lífeyrissjóðirnir hugsanlega af tugum milljarða króna og okkur finnst það afar undarlegt að framleiðslu fyrirtæki eins og Bakkavör skuli auka verðgildi sitt jafn mikið og raunin varð eftir að sala sjóðanna átti sér stað.

Við sem sagt óskum eftir að funda með ykkur í þessari viku til að fara yfir þessi mál enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir sjóðfélaga um að þessi sala hafi verið yfir allan vafa hafin. Við leggjum til að fundar verði sem fyrst.

Kær kveðja,

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: