- Advertisement -

Ókláruð hótel og meintar lúxusíbúðir

Gunnar Smári skrifar:

Reykjavíkurborg verður að hefja viðræður strax við verktakafyrirtækin sem byggt hafa upp hótel og svokallaðar lúxusíbúðir í miðbænum og bankana og lífeyrissjóðina sem hafa fjármagnað þetta; með það að markmiði að taka þessar byggingar yfir fyrir lágmarksfé og umbreyta hótelunum í námsmannagarða og hjúkrunarheimili og íbúðunum í verkamannabústaði, íbúðir fyrir einstæða foreldra, öryrkja og annað fólk sem þolað hefur ömurlega húsnæðiskreppu í borginni síðustu tíu árin. Annars er hætt við að þessar byggingar verði draugaborgir mörg næstu ár, minnisvarði um græðisvæðingu húsnæðisstefnu borgarinnar. Fyrir utan að vera hagfræðilega klókt og félagslega réttlátt þá myndi þetta bjarga miðbænum; fylla hann af hlátri barna og stússi venjulegs fólks.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: