- Advertisement -

Hlíðarendi: Úr 300 íbúðum í 800

Þessi frétt birtist fyrir um ári síðan. Spurningar hljóta að vakna vegna frétta dagsins.

Hlíðarendi.
Upphaflega átti að byggja þar 300 íbúðir. Þær verða að minnsta kosti 800.

Borgarstjórn hefur samþykkt breytingar á skipulagi á Hlíðarenda. Þar er gert ráð fyrir að alls verði þar átta hundruð íbúðir, en upphaflega var gert ráð fyrir að þar yrðu þrjú hundruð íbúðir.

Sjáflstæðismenn í borgarstjórn voru ekki sáttir með ákvörðunina og bókuðu eftirfarandi:

„Miklar breytingar hafa verið gerðar  á upphaflegum deiliskipulagshugmyndum á Hlíðarenda. Samþykkt deiliskipulag árið 2010 gerði ráð fyrir 300 íbúðum en árið 2014 fóru íbúðirnar úr 360 í 600 og nú er lagt til að fjölga þeim enn frekar eða upp í allt að 800 íbúðir. Nú liggur fyrir að vinna er í gangi í innanríkisráðuneytinu að skoða öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar sem hugsanlega gæti haft áhrif á heildarskipulagið á Hlíðarend. Þvi hefði verið betra að bíða með frekari deiliskipulagsákvarðanir þangað til niðurstöður úr þeirri vinnu liggja fyrir. Með þetta í huga greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokks ekki atkvæði með deiliskipulagsbreytingunni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: