- Advertisement -

Meirihlutinn segir nei við hundruð íbúða

Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hafnað umsókn um stórkostlega uppbyggingu á Heklureitnum við Laugaveg.

„Í tillögunni felst að lóðinni Laugavegur 170-174 verði skipt í tvennt og vestari hluti hennar verði lóðirnar Laugavegur 170 og 172. Lóðirnar nr. 168 og 172 verði nýttar undir allt að 250 íbúðir. Valkvæð heimild er um að lóðin nr. 168 verði nýtt undir gististarfsemi. Eystri hluti lóðarinnar Laugavegur 170-174 verður Laugavegur 174. Heimilt verðu að auka byggingarmagn á lóðinni, byggja þrjár hæðir ofan á núverandi byggingar og byggja við 3. hæð norðurhliðar núverandi álmu við Laugaveg. Nýju hæðirnar og viðbyggingin eru undir atvinnustarfsemi. Valkvæð heimild er um að nýja byggingarmagnið verði nýtt undir allt að 90 íbúðir. Gert er ráð fyrir sex hæða bílgeymsluhúsi og núverandi byggingar verða nýttar undir atvinnustarfsemi.“

Vigdís Hauksdóttir lét til sín taka í málinu á fundi skipulags- og samgönguráðs:

„Að hafna þessari umsókn á breytingu á deiliskipulagi á Heklureit er valdníðsla stjórnvaldsins Reykjavíkurborgar á hendur einkaaðila gæti hugsanlega verið brot á eignarétti og yfirráðum eigna í þessu tilfelli lóðar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: