- Advertisement -

Ofbeldi á Lauga­vegi og Skóla­vörðustíg

„Því miður eru eng­in teikn á lofti um að borg­ar­yf­ir­völd sjái að sér og munu þess í stað halda sínu striki í því að hafna öllu sam­ráði við rekstr­araðila með þeim af­leiðing­um að þeir síðustu sem þar standa enn vakt­ina munu verða nauðbeygðir til að skella í lás og loka. Hroki og yf­ir­gang­ur borg­ar­yf­ir­valda í garð kaup­manna við Lauga­veg og hluta Skóla­vörðustígs er ekk­ert annað en hreint og klárt of­beldi.“

Þetta er meðal þess sem lesa má úr grein sem Matthildur Skúladóttir skrifar í Moggann í dag. Matthildur hefur bæði búið og starfað í miðborginni.

„Eitt helsta viðfangs­efni meiri­hlut­ans í Reykja­vík und­ir for­ystu Dags B. hef­ur verið að eyðileggja helstu versl­un­ar­götu borg­ar­inn­ar um ára­tuga skeið, Lauga­veg­inn. Það hef­ur hann gert með yf­ir­gangi, sam­ráðsleysi og til­lits­leysi gagn­vart versl­un­ar­rek­end­um við Lauga­veg­inn, flest­um til ára­tuga. Á ís­lensku kall­ast svona vinnu­brögð of­beldi. Nú hef­ur verið ákveðið að banna alla bílaum­ferð um göt­una, þrengt að Lauga­veg­in­um með risa­bygg­ing­um í næsta ná­grenni. Niðurstaðan er sú að velflest­ir þeirra kaup­manna sem hafa starfað þar um ára­tuga skeið eru farn­ir eða eru á leið í önn­ur hverfi borg­ar­inn­ar eða í önn­ur sveit­ar­fé­lög.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sama á sér stað á Skóla­vörðustíg neðan Bergstaðastræt­is, en þeim götu­hluta á einnig að loka fyr­ir um­ferð. Ekk­ert til­lit hef­ur verið tekið til mót­mæla margra versl­un­ar­rek­enda þar. Til­lits­leysið er al­gjört.

Ekk­ert lát hef­ur verið á því að þrengja aðkomu að miðbæn­um og und­an­far­in ár hafa einna helst komið þangað er­lend­ir ferðamenn, mót­mæla­hóp­ar á Aust­ur­velli, starfs­menn fyr­ir­tækja og stofn­ana í miðborg­inni, borg­ar­full­trú­ar, ráðherr­ar og þing­menn. Nú þegar svo ferðamenn­irn­ir eru horfn­ir á braut blas­ir við að versl­un og veit­ing­a­rekst­ur á þessu svæði mun verða fyr­ir enn meiri búsifj­um. Nú hefði verið lag fyr­ir borg­ar­yf­ir­völd að end­ur­meta stöðuna í ljósi nei­kvæðra efna­hags­legra áhrifa covid 19-far­sótt­ar­inn­ar og styðja rekstr­araðila á Lauga­vegi og Skóla­vörðustíg til að efla og bæta rekstr­ar­um­hverfið með því að gera aðgengi að versl­un­um og þjón­ustu betra og falla frá heils­árs­lok­un þess­ara gatna fyr­ir bílaum­ferð.

Sam­tal borg­ar­yf­ir­valda við kaup­menn og hús­eig­end­ur á Lauga­vegi og Skóla­vörðustíg er nán­ast ekk­ert. Hroki borg­ar­yf­ir­valda í þeirra garð er hreint út sagt ótrú­leg­ur. Áður fyrr voru sam­skipti kaup­manna og borg­ar­yf­ir­valda um aðgerðir á Lauga­veg­in­um mjög góð. Það sam­starf skilaði sér í glæsi­legri end­ur­nýj­um göt­unn­ar. Í dag er sam­ráð borg­ar­yf­ir­valda við hags­muna­sam­tök Lauga­veg­ar í al­gjöru frost­marki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: