- Advertisement -

Er kirkjugarðurinn kirkjugarður?

„Miðað við framangreinda skilgreiningu telst það svæði sem fyrirhuguð bygging á að rísa ekki vera kirkjugarður í skilningi laganna, þar sem tilvitnuð skilyrði eru ekki uppfyllt,“ segir í athugun borgarlögmanns, Ebbu Schram, vegna fyrirhugaðra framkvæmda í og við Landsímareitsins í miðborg Reykjavíkur.

Þar var vitnað til þessa texta: „Í lögum nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu eru kirkjugarðar skilgreindir sem afmörkuð grafarsvæði kirkjusóknar eða kirkjusókna sem vígð hafa verið af presti, sbr. 5. gr. og 6. gr. laganna. Í 8. gr. laganna segir að hver kirkjugarður þjóðkirkjunnar sé sjálfseignarstofnun með sérstöku fjárhaldi og í umsjón og ábyrgð safnaðar undir yfirstjórn prófasta og biskups.“ Og niðustaðan er þá kannski sú að ekki sé verið að raska kirkjugarði.

Síðan kemur mjög skemmtileg lesning og fræðandi. Hér má lesa úttektina alla, en Miðjan styðst við svar við spurningu númer tvö.

Þar segir og: „Sú uppbygging sem heimil er samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir Landsímareitinn nær ekki inn á svæði sem afmarkað hefur verið sem almenningsgarður og var áður svæði hins gamla kirkjugarðs. Þannig felur umrætt skipulag ekki í sér breytingar frá því deiliskipulagi sem áður var í gildi. Áfram verður almenningsgarður á svæðinu af þeirri stærð sem hann hefur verið allt frá því að hann var skilgreindur í fyrrnefndu heildardeiliskipulagi fyrir Kvosina frá árinu 1987.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: