- Advertisement -

Opið bréf til Fagráðs: Skeytingarleysi hreindýraveiðimanna við dýrin

Ole Anton Bieltvedt,  stofnandi og formaður Jarðavina skrifar:

Kæra Fagráð,

Ykkur er ætlað að móta stefnu og veita stjórnvöldum ráðgjöf og leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd á lögum nr. 55/2013, eins og þið vitið auðvitað manna bezt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Okkar skilningur er, að stjórnvöldum, ráðherra, beri að taka ykkar leiðbeiningar og leiðsögn til greina, nema hann hafi handbær sterk efnisleg rök eða ástæður, sem ganga gegn þeim. Í þessu máli er slíku ekki fyrir að fara.

Fram til ársins 2010 var hreindýraveiðimönnum gert að skjót hreinkálfa með hreinkúm, mæðrum þeirra. Var þetta gert til að ungir og vanbúnir hreinkálfar stæðu ekki uppi einir og yfirgefnir og ófærir um að tryggja sér lífsviðurværi og lifa af, enda var vitað, að einir sér myndu margir eða flestir móðurlausir kálfar farast úr hungri og vosbúð, ekki sízt í hörðum vetri.

Ole Anton:

…en stjórnvöldum láðist þá – og fram á þennan dag – að stilla upp annari lausn til að tryggja velferð kálfanna.

2010 sáu stjórnvöld sig knúin til að fella niður þetta ákvæði, um að kálfarnir væru skotnir með mæðrum sínum, þar sem stór hópur veiðimanna skaut einfaldlega stærsta kálfinn í hópnum, til að tryggja sér sem mest kjöt, og lét tengsl móður-kálfs sig engu skipta. 

Sköpuðu þessi óheilindi og þetta skeytingarleysi veiðimanna við dýrin stórfellda ringulreið innan hjarðarinnar og vanlíðan meðal dýranna, en stjórnvöldum láðist þá – og fram á þennan dag – að stilla upp annari lausn til að tryggja velferð kálfanna.

Nú í 12-13 ár hafa kýrnar því verið felldar frá kálfunum, frá 6-8 vikna aldri, en kálfarnir fæðast mest seinni partinn í maí fram í byrjun júni, eins og kunnugt er, en veiðar á kúm byrja 1. ágúst.

Þið eruð í tvígang góðfúslegast búin að fjalla um þetta velferðarvandamál hreinkálfa, það níð, sem þeir verða fyrir, í september 2019, það sem þið ályktuðuð ”að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða…”, sem hefði þýtt kúaveiðar frá 1. september, í stað 1. ágúst, en, svo bættuð þið um betur í janúar 2020, þegar þið lögðuð til, að kýr yrðu ekki veiddir meðan þær væru mjólkandi, sem væri náttúrlegt og eðlilegt. 

Þetta hefði þýtt, að ekki hefði mátt veiða hreinkýr fyrr en 1. nóvember, ár hvert, í stað 1. ágúst, nú.

Með þessum hætti hefðu hreinkúaveiðar færst yfir á vetrarveiðar, eins og t.d rjúpnaveiðar.

Á dögunum tóku þið atstöðu til hvalveiða, gegn þeim, m.a. vegna þess, að langreyðakýr væru drepnar frá ósjálfbjarga langreyðarkálfum, sem færust þá úr hungri og vosbúð. Matvælaráðherra tók þessari niðurstöðu og leiðsögn ykkar í samræmi við lögin og frestaði/bannaði frekari veiðar á langreyði.

Ég og við förum þess hér með á leit við ráðið, að það taki nú skýra og afgerandi afstöðu, beiti fullum krafti sínum skv. lögunum, í þá veru, að bannað verði að veiða hreinkýr frá mjólkandi kálfum, sem sé fyrir 1. nóvember, ár hvert. Við viljum treysta því, að umhverfisráðherra sýni þá sama heiðarleika, virðingu við íslenzkt lífríki og velferð villtra dýra, líka auðvitað við lög nr. 55/2013, og matvælaráðherra gerði á dögunum, og færi byrjunardag hreinkúaveiða af 1. ágúst yfir á 1. nóvember, ár hvert, með og frá 2023.

Þess er vænzt, að stjórnendur Matvælastofnunar styðji þetta átak góðfúslegast, með ráði og dáð, og, að umfjöllun fari fram svo skjótt sem verða má og verði gerð UST og ráðherra kunn með hámarks hraði.

Takk og kær kveðja til ráðsins,

Ole Anton.

JARÐARVINIR – FRIENDS OF EARTH

Félagasamtök um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: