- Advertisement -

„Ég lýsi eftir umhverfisráðherranum“

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar:

Er þetta ekki með ólíkindum? Flest heimili, og ekki síst unga fólkið þar, hafa samviskusamlega verið að flokka gler frá öðrum úrgangi árum saman svo hægt sé að endurvinna glerið. Og nú kemur í ljós að ekkert af þessu gleri hefur verið endurunnið. Ekkert gler í 30 ár! Ísland er eina landið í Evrópu sem endurvinnur ekkert af sínum glerúrgangi og er það hugsanlegt brot á EES-samningum. Ég lýsi eftir umhverfisráðherranum! Og ekki bara í þessu máli.

1. Hvar var umhverfisráðherrann þegar kom að leyfa veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum válistum yfirvalda sem þýðir að þær eru í hættu?

2. Hvar var umhverfisráðherrann þegar ríkisstjórnin heimilaði stórhvalaveiðar næstu árin?

3. Hvar var umhverfisráðherrann þegar kom að loftlagsáætlun sem gengur talsvert skemur en hjá nágrannaþjóðum okkar (stefna Íslands er að draga úr losun um 40% en Danmörk er miklu metnaðarfyllri með 70%, ESB ríkin með 60% og Noregur með 55%).

4. Hvar var umhverfisráðherrann þegar aukning til umhverfismála í næstu fjárlögum hans nemur einungis 0,1% af landsframleiðslu?

5. Hvar var umhverfisráðherrann þegar ákveðið var að málefnasviðið „náttúrvernd, skógrækt og landgræðsla“ fengi LÆKKUN á næsta ári eins og er í fjárlagafrumvarpi þessarar ríkisstjórnar?

6. Og hvar hefur umhverfisráðherra Vinstri grænna verið undanfarin þrjú ár þegar kemur að endurvinnslu glers?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: