- Advertisement -

Örfáir auðmenn blóðmjólka samfélögin

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Hvers konar meðferð er þetta á almannaeign? Ríkisstjórninni er treyst til að gæta eigna almennings. Hún fer þannig með þessar eigur að hún leigir Eskju bolfiskkvóta fyrir um 55 m.kr. í veiðigjöld á ári, sem fyrirtækið leigir síðan frá sér á 700-950 m.kr. árlega. Í raun er þetta framlag úr ríkissjóði til einnar fjölskyldu, sem á Eskju, upp á 650-900 m.kr. árlega. Ár eftir ár. Þetta er eilítið lægri fjárhæð en Fjarðabyggð, ekki bara Eskifjörður heldur öll Fjarðabyggð, fær úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, jafngildir um 1/4 af öllum skatttekjum Fjarðabyggðar. Í samanburðinum má sjá að það er ekki skattbyrðin sem er að sliga samfélögin heldur það hvernig örfáir auðmenn blóðmjólka þau, soga upp úr þeim lífsaflið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: