- Advertisement -

Ótrúleg röksemdarfærsla hjá Bjarna

„Þetta er ótrúleg röksemdarfærsla hjá Bjarna. Í fyrsta lagi þá er það þannig að verðtryggingin hefur verið orsakavaldur þess að óverðtryggðir vextir á Íslandi hafa verið svo háir. Fólki er ýtt út í verðtrygginguna. Ef þetta er svona frábært og glæsilegt, að skuldarar fái skjól í verðtryggingunni, þá er mér alveg hulin ráðgáta hvers vegna allar þær þjóðir, sem við berum okkur saman við, séu ekki með þetta frábæra kerfi sem Bjarni er að lofa,“ sagði Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, í samtali við Miðjuna, vegna þessara orða Bjarna Benediktssonar á Alþingi:

„Ég vek líka athygli á því vegna umræðunnar um verðtryggð lán að hafi menn raunverulegar áhyggjur af því að verðbólga sé á leiðinni ættu menn ekki að gleyma því að ræða um stöðu þeirra sem hafa tekið óverðtryggð lán í stórauknum mæli á undanförnum árum vegna þess að þeirra greiðslubyrði um hver mánaðamót mun hækka miklu meira en hinna sem hafa verðtryggð lán og njóta í raun og veru skjóls af henni.“

Það segir sig sjálft og engum öðrum kemur til hugar að vera með fjárskuldbindingar heimila  og einstaklinga með þeim hætti sem við gerum,“ sagði Vilhjálmur.

„Ég held að núna þegar einhver veiruskratti getur gert að að verkum að verðtryggður höfuðstóll húsnæðislána geti jafnvel hækkað um tugi milljarða. Þetta er atburðarás sem fólk hefur enga stjórn á og ekkert með að gera en sýnir hvað þetta er alvarleg staða,,“ sagði Vilhjálmur Birgisson við Miðjuna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: