- Advertisement -

Panikk við Háaleitisbraut

Aðrir Sjálfstæðismenn en Bjarni Benediktsson eru að fara á límingunum. „Ný könnun MMR á fylgi flokka kallar á aðgerðir af hálfu Sjálfstæðisflokks, sem er í 18,3% fylgi skv. þeirri könnun,“ skrifar Styrmir Gunnarsson.

„Eðlileg fyrstu viðbrögð eru þau, að flokkurinn láti fara fram djúpa könnun á ástæðum fylgistaps flokksins. Nú má vel vera að slík könnun hafi verið gerð, þótt ekki hafi verið skýrt frá því opinberlega. En hafi það ekki verið gert er ástæða til að framkvæma slíka könnun nú og byggja síðan aðgerðir til þess að snúa þessari þróun við á niðurstöðum hennar,“ skrifar hann. Styrmir hlýtur að vita svarið. Við hin vitum það.

Flokkurinn ákvað að gera Jón Gunnarsson að ritara. Breyta ásýnd flokksins. Hið minnsta Styrmir horfir vonaraugum til Jóns.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Nýkjörinn ritari flokksins, Jón Gunnarsson, alþingismaður, er sá eini úr forystusveit Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lýst opinberlega áhyggjum af fylgisþróun flokksins. Vonandi beitir hann sér nú fyrir slíkum fyrstu aðgerðum,“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: