- Advertisement -

Pizza með hráskinku og ferskum fíkjum

Mig hefur lengi langað til að prófa að gera pizzu með ferskum fíkjum, oft séð hana gerða í matreiðsluþáttum í sjónvarpinu og svo auðvitað er þetta á matseðlinum á ansi mörgum ítölskum veitingastöðum sem maður hefur farið á erlendis. En um daginn gafst tækifæri til því það voru til ferskar fíkjur í búðinni svo að ég lét slag standa og henti í eina pizzu og setti fíkjur á. Maðurinn minn er að vísu ekkert fyrir þær en hann gat nú bara týnt þær af, því ekki gat ég sleppt tækifærinu á að prófa þetta.

1 skammtur pizzadeig
3 ferskar fíkjur skornar í báta
1 bréf parmaskinka
salt og pipar
Rautt pestó
1 lúka fersk basilika
2 dl ólífuolía
2 hvítlauksrif pressuð
1 poki ferskur mozzarella
Parmesan ostur

Fletjið pizzadeigið út og setjið rautt pestó á það. Rífið mozzarella ostinn yfir gróft, setjið fíkjurnar yfir en skiljið eina eftir sem þið setjið yfir þegar pizzan kemur út ofninum. Dreifið parmaskinkunni yfir, hluta af basilikunni og saltið og piprið.
Takið ólífuolíuna og blandið hvítlauknum út í hana og dreifið yfir pizzuna. Bakið við 220°C í 20 mínútur. Þegar pizzan er tilbúin, takið hana út og dreifið restinni af fíkjunum yfir, fersku basilikunni og smá óreganó. Svo er auðvitað alltaf gott að rífa ferskan  parmesan yfir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: