- Advertisement -

Ráðherra og forstjóra boðið í mat

Maturinn. Mjölkennd og köld kakósúpa, þá óþekkta súpan og loks hvíta flotefnið.

Formlega er Óttarri Proppé heilbrigðisráðherra og Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, er hér með boðið til málsverðar. Málsverður þeim að kostnaðarlausu og engir eftirmálar munu verða af máltíðinni.

Ekki er minnsti vafi á að báðir munu þeir þekkjast boðið. Í matinn verða sérvaldir réttir, réttir sem þeir Ótttarr og Páll þekkja eflaust og telja mkin sóma af.

Fyrst er að nefna kakósúpu, frekar mjölkennda og varla volga. Síðan er óþekkta súpan. Grunur er um að í eldhúsinu, sem mun annast matseldina, tíðkist að setja nokkrar malarskóflur af sósudufti í nokkurt magn af vatni. Ef súpan klárast ekki, er nokkrum skóflum og vatni bætt við og aftur aftur. Undir hælinn er lagt hvort þurrefnið sé ávallt sömu gerðar og því er ekki unnt að segja til um hverslags súpa er í boði. Er oftast blanda af sveppasúpu, spergilsúpu, aspassúpu og öðrum þeim súpum sem rugla ekki litinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jæja, með þessu er torkennilegt hvítt fyrirbæri, bragðlaust og hefur þann eiginleika að geta flotið, t.d. á yfirborði kakósúpu.

Klári þeir matinn, sem er ekki nokkur ástæða til að efast um að þeir geri, fá þeir að sjúga í sig úr einni smárri fernu að Hámarki.

(Ástæða er til að taka fram að máltíðin er samskonar og sjúklingar, þ.e. þeir sem eru á fljótandi fæði á Landspítalanum fengu bæði og það óbreytt í kvöldmat á föstudaginn og hádegismat á laugardaginn).

Sigurjón M. Egilsson


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: