- Advertisement -

Á ríkið að grípa inní Arion?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra, vill ekki útiloka að ríkið nýti forkaupsrétt til að koma kaupa þann hluta Arionbanka sem nú er vélað með. Hann ræddi þetta, við Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, á Alþingi í gær.

Hann spurði hvort Benedikt s eekki þeirrar skoðunar að ef á daginn hefur komið; „… eins og lítur út fyrir, að vogunarsjóðir hafi selt sjálfum sér Arion banka á verði sem er undir því verði sem heimilar ríkinu að grípa inn í, finnst þá ekki hæstvirtum ráðherra að ríkið eiga að gera það og nýta forkaupsrétt sinn á bankanum?“

Benedikt svaraði: „Varðandi þá spurningu hvort það sé rétt og eðlilegt að kröfuhafar í bankana selji sjálfum sér bankann verð ég að segja að það voru settar um þetta ákveðnar reglur í tíð síðustu ríkisstjórnar og mér skilst að þeim reglum hafi verið framfylgt. Ég hef lagt fram fyrirspurn til Fjármálaeftirlitsins um þessa kröfuhafa og ég vænti þess að fá svör við þeirri fyrirspurn fljótlega.“

Sigmundur Davíð var ekki par sáttur við orð ráðherrans og sagði að ákveðnar reglur, hefðu legið fyrir, um hvernig; „…menn skyldu haga sér í því að skila til ríkisins þeim verðmætum sem í bankanum lágu. Það er einfaldlega verið að fara á svig við þær reglur. Finnst hæstvirtum ráðherra það ásættanlegt? Eða hyggst hann grípa þar inn í?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Benedikt svaraði ekki frekar um málið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: