- Advertisement -

Ríkið „hirti“ lífeyrissjóðstekjur fólks

Heildarendurskoðun almannatrygginga er mál málanna.

Hrafn Magnússon, sem þekkir vel til, skrifaði athyglisverðan pistil. Þar segir hann meðal annars að þegar Alþingi samþykkti breytingar á almannatryggingakerfinu, árið 2016, var hætt að gera greinarmun á greiðslum lífeyrissjóða og öðrum tekjum. Skerðingar ruku upp og eldra fólk stórskaðaðist. Hrafn skrifar:

„Ėg hef lengi verið þeirrar skoðunar að barátta eldri borgara fyrir bættum kjörum nái ekki fram að ganga nema með tilstuðlan aðila vinnumarkaðarins.

Eitt fyrsta skrefið er að fram fari endurskoðun á almannatryggingakerfinu. Síðast þegar lögum um almannatryggingar var breytt hausið 2016 var það gert á þeim forsendum að nauðsynlegt væri að einfalda kerfið og sameina bótaflokka. Niðurstaðan varð hins vegar sú að mínu mati að kerfið var gert sérstaklega ósanngjarnt gagnvart þorra landsmanna sem eiga réttindi hjá lífeyrissjóðunum. Þannig var enginn greinarmunur gerður á lífeyrissjóðatekjum og öðrum tekjum gagnvart skerðingum. Grunnlífeyrir almannatrygginga var felldur niður, frítekjumörk nánast afmáð og stefnt að því að gera almannatryggingakerfið að eins konar fátæktar stofnun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við endurskoðun almannatrygginga þurfa samtök aldraðra að koma að með fullum þunga. Einfaldar leiðréttingar með hækkun frítekjumarka og hlutfallslega minni skerðingum er góðra gjalda verð, en heildarendurskoðun almannatrygginga er hins vegar mál málanna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: