- Advertisement -

Ruðningsleikur dómsmálaráðherrans?

Hannes Friðriksson. Mynd: vf.is.

„Einn ljótasti leikur, sem lengi hefur verið leikinn í íslenskri pólitík spilast nú fyrir opnum tjöldum í dómsmálaráðuneytinu. Æra og mannorð lögreglustjórans á Suðurnesjum er dreginn ofan í svaðið, að því er virðist til þess að koma öðrum að.“ Þannig skrifar Hannes Friðriksson. Hannesi þykir dómsmálaráðherrann, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ganga fram af hörku til að koma Ólafi Helga Kjartanssyni frá. Hannes skrifar:

„Dómsmálaráðherra eins og velflestum er það fullkomlega ljóst að ekki eru til staðar nein þau brot sem réttmæta brottvikningu úr starfi. Samt er haldið áfram og kastljósinu beint að lögreglustjóranum sem nú er gert að flytja til Vestmannaeyja, þar sem móttökunnar virðast ætla að verða í óblíðari kantinum. Ekki er vikið orði að hlutdeild þeirra yfirmanna sem vændir eru um einelti gagnvart starfsmönnum og að leyna lögreglustjóranum upplýsingum sem hann kynni að þurfa á að halda til að sinna starfi sínu.

Á þann hátt sem dómsmálaráðherra leyfir sér nú gagnvart Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Það hlýtur að vera skýlaus krafa nú að allt verði sett upp á borðið, ekki bara dylgjur og óljósar fréttir um fataskipti á skrifstofu eða notkun á ljósritunarvél embættisins. Hvað með meint einelti sem þeir yfirmenn sem kvörtuðu hafa verið vændir um. Hvað með ráðningar starfsmanna á bak við Lögreglustjórann? Einhvern veginn virðast það vera mikilvæg mál sem nauðsynlegt ætti að vera að taka á.

Ég er ekki hér að segja að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sé hafinn yfir alla gagnrýni, það er ekkert okkar, en ég vil meina að öll eigum við rétt á sanngjarnri málsmeðferð. Það er ömurlegt að horfa upp á þegar að starfsmenn ríkisins sem í áratugi hafa þar starfað skuli í lok starfsferils síns og á miðjum skipunartíma sínum auðmýktur á þann hátt sem dómsmálaráðherra leyfir sér nú gagnvart Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Að hún skuli virkilega ætlast til þess að hann taki upp bú sitt og fjölskyldu sinnar og flytjist til Vestmannaeyja fyrir þrjú síðustu starfsár sín sem embættismaður.“

Skrif Hannesar birtust á Facebooksíðu hans.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: