- Advertisement -

Salvör fer ekki í forsetakjör

Samfélag Salvör Nordal hefur tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til embættis forseta Íslands. Salvör skrifaði:

Ég velti fyrst fyrir mér hlutverki embætti forseta Íslands af alvöru þegar ég tók þátt í líflegum umræðum um efnið í stjórnlagaráði á sínum tíma. Þá var tekist á um stjórnskipulega stöðu embættisins, samspili við aðra valdþætti og tengsl við lýðræðislega aðkomu almennings. Í framhaldinu skrifaði ég fræðigreinar m.a. um embættið sem valdtemprandi þátt í stjórnskipuninni og um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég hef í gegnum árin fengið hvatningu frá fjölmörgum um að fara í forsetakjör og á síðustu vikum tók ég mér tíma til að hugsa þetta aftur ekki síst í ljósi könnunar sem sýndi að ég gæti átt erindi í slaginn. Niðurstaðan er nú sem fyrr að bjóða mig ekki fram. Vissulega styttist í að ég ljúki tíma mínum sem umboðsmaður barna en þar eru fjölmörg mikilvæg verkefni framundan og einnig bíða ýmis hugðarefni tengd siðfræði, stjórnarskrármálum og lýðræði. Ég þakka innilega hlýjar kveðjur og hvatningu á síðustu vikum. Þær munu verða mér mikilvæg hvatning á öðrum vettvangi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: