- Advertisement -

SAMHERJI Í LANDELDI Á LAXI

Með landeldi setur félagið ný viðmið í laxeldi hér á landi.

Árni Gunnarsson skrifar:

Fréttavefurinn InraFish skýrði frá því í morgun, að Útgerðarfélagið Samherji hefði á prjónunum að hefja LANDELDI á laxi. Félagið stefni að 20 þúsund tonna eldi á ári. – Þetta eru merkileg tíðindi og með landeldi setur félagið ný viðmið í laxeldi hér á landi. – Íslenskir (norskir) eldismenn hafa lýst því sem ófærri leið, að vera með eldi á landi. Það sé svo dýrt. – Það þarf vart að taka það fram, að mengun af landeldi er nánast engin
og laxalúsin kemst ekki að fiskinum. Þá er mun minna af fisksjúkdómum í landeldi. Allt eru þetta mikilvægir þættir, sem Samherjamenn virðast hafa tekið tillit til, – og er það ánægjuefni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: