- Advertisement -

Samtökn leigjenda endurreist

Stjórnvöld uppfylla ekki lagaskyldu sína gagnvart leigjendum og réttindi og efnahagsleg staða leigjenda á Íslandi er miklum mun lakari en í næstu nágrannalöndum.

Aðalfundur samtaka leigjenda, sem haldinn var 30. október, skorar á alla leigjendur til að ganga til liðs við samtökin og taka þátt í löngu tímabærri hagsmunabaráttu leigjenda og þeirra sem ekki komast inn á íbúðamarkaðinn. Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Stjórnvöld uppfylla ekki lagaskyldu sína gagnvart leigjendum og réttindi og efnahagsleg staða leigjenda á Íslandi er miklum mun lakari en í næstu nágrannalöndum. Aðeins leigjendur sjálfir geta breytt þessari stöðu. Aðalfundur Samtaka leigjenda hvetur því alla leigjendur til að ganga til liðs við samtökin og allt réttsýnt fólk til að gera það sama, til stuðnings leigjendum og hagsmunabaráttu þeirra. Hægt er að ganga í samtökin á vefslóðinni leigjendasamtokin.is

Aðalfundurinn fól nýkjörinni stjórn samtakanna að undirbúa leigjendaþing í febrúar/mars á næsta ári og leggja fyrir það frumvarp að laga- og skipulagsbreytingum til að styrkja samtökin og efla starf þeirra í þágu leigjenda á næstu misserum. Sérstaklega skal horft til deilda eða sjálfstæðra félaga í landshlutum og meðal leigjenda tiltekinna leigufélaga.

Aðalfundurinn fól stjórninni að fjölga félögum og tengja sem flesta þeirra inn í starf samtakanna. Fundurinn fól stjórninni að leggja fram fyrir leigjendaþing frumvarp að kröfugerð samtakanna sem fela þarf í sér gagngera breytingu á leigumarkaðinum, svo hann þjóni leigjendum en misnoti þá ekki. Aðalfundurinn fól nýrri stjórn að leita til verkalýðsfélaga og annarra almannasamtaka um fjárhagslegan stuðning til að tryggja starfsemi Samtaka leigjenda. Þá fól aðalfundurinn nýrri stjórn að efna til umræðu um stöðu leigjenda, húsnæðismarkaðinn almennt, samanburð við önnur lönd og hvað gera megi hérlendis til að bæta kjör og réttindi leigjenda.

Eftirtalið fólk var kjörin í stjórn og varastjórn samtakanna: Anita Da Silva Bjarnadóttir, Guðmundur Hrafn Arngrímsson, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Laufey Líndal Ólafsdóttir, Rán Reynisdóttir, Vilborg Bjarkadóttir, Yngvi Ómar Sighvatsson og Þórdís Bjarnleifsdóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: