- Advertisement -

Seðlabankinn í drungalegu draugahúsi

Síðan þá hefur Seðlabankinn lítið gert.

„Ég þoli ekki draugahús, er logandi hrædd við þau. Fikra sig áfram í myrkrinu og vita ekki hvað bíður handan við hornið, líkaminn stífur og með öndina í hálsinum. Hvenær kemur næsta áfall? Að ganga í gegnum efnahagskreppuna sem nú geisar mætti lýsa sem göngu í gegnum draugahús,“ skrifar Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í viðskiptakálf Moggans í dag.

Erna Björg finnur að fleiru en húsi Seðlabankans:

„Mörg fyrirtæki og heimili fikra sig áfram án þess að vita hvað er handan við hornið. Hlutverk hins opinbera og Seðlabankans er að styðja hagkerfið í gegnum ógöngurnar, vera upplýstu örvarnar í gólfinu sem vísa leiðina út. Þannig lagði Seðlabankinn af stað í verkefnið snemma í vor. Kveikt var á nýjum og gömlum leiðarvísum: vextir lækkaðir, bindiskylda lækkuð, skammtímainnlán lækkuð, sveiflujöfnunarauki færður niður og magnbundin íhlutun boðuð. Allar þessar ákvarðanir höfðu sitt að segja til að örva heimili og fyrirtæki í sumar, skapa þeim traust og trú á framtíðina. Síðan þá hefur Seðlabankinn lítið gert.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í lok greinar sinnar skrifar Erna Björg:

„Á kynningarfundi í síðustu viku svaraði seðlabankastjóri þegar hann var inntur eftir framvirkri leiðsögn að óvissan væri mikil en Seðlabankinn myndi reyna að skapa eins mikla vissu og hægt væri. Betur má ef duga skal. Hagkerfið má ekki við því að slökkt sé á öllum vegvísum í nú þegar drungalegu draugahúsi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: