- Advertisement -

Sektir verði tekjutengdar

Guðmundur Ingi Kristinsson:
Myndi hann sætta sig við það? Ég held ekki.

„Sanngirni, réttlæti og bann við alls konar mismunun er undirstaða lýðræðisins,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins, í þingræðu.

„Núna er kominn sá tími að sektir vegna notkunar nagladekkja utan leyfilegs tíma eru 20.000 kr. á dekk. Samkvæmt lögum eiga þeir ökumenn sem nota nagladekk eftir 15. apríl að greiða 80.000 kr. sekt ef allir fjórir hjólbarðarnir eru negldir. 80.000 kr. af 200.000 kr. útborguðum launum eru 40%. Af 400.000 kr. launum eru það 20%. Af 800.000 kr. launum eru það 10%. Er þetta sanngjarnt? Nei. Ef sá sem er með 800.000 kr. útborgað greiðir einnig 40% af sínum launum í sekt fyrir að vera með fjögur nagladekk undir bílum ætti hann að borga samkvæmt þessu 320.000 kr. Myndi hann sætta sig við það? Ég held ekki.“

Svo  sagði Guðmundur Ingi:  „Eigum við ekki að vera sanngjörn og réttlát og taka upp finnsku leiðina, að sekta í prósentum launa, ekki krónutölu? Sektum í prósentum þeirra launa sem útborguð eru. Það er sanngjarnt vegna þess að þetta eru ekkert annað en gjöld til ríkisins. Því miður erum við ekki bara með þetta í sektargreiðslum, við ætlum að setja og erum með þetta líka í veggjöldum, við erum með þetta í fasteignagjöldum og ýmsum öðrum gjöldum. Ég held að kominn sé tími til að ef við viljum og ætlum að bera einhverja virðingu fyrir réttlæti og lýðræði breytum við þessu þannig að það sé sanngjarnt að allir greiði jafnt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: