- Advertisement -

„Defund the police” líka á Íslandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Nýjar tölur sýna að glæpatíðni hefur snaraukist í bandarískum borgum í sumar.

Borgarstjórn Minneapolis ákvað í geðshræringu að leggja niður lögreglulið borgarinnar. Þau hafa ekki klárað það en margar borgir hafa svarað kalli menningarbyltingarinnar um að draga úr eða hætta framlögum til lögreglu („defund the police”).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Dregið hefur verið úr löggæslu og margir þeirra lögregluþjóna sem eftir eru tala um að þeir þori varla að athafna sig.

New York var þekkt sem glæpaborg fram á tíunda áratuginn en náði svo gríðarlegum árangri í að draga úr glæpum. 2019 hafði morðum t.d. fækkað um 86% frá 1990. Nú hefur orðið ótrúlegt bakslag á nokkrum vikum.

Í júní á þessu ári voru 270 skotnir í New York. Það er meira en tvöföldun frá sama mánuði í fyrra (154% aukning).

Og á hverjum bitnar þetta svo mest? Á minnihlutahópum, einkum blökkumönnum, og fátæku fólki.

Þetta eru hin raunverulegu áhrif ímyndarstjórnmálanna sem snúast bara um merkimiða og markmið en ekki aðferðir og afleiðingar.

Hér á landi fer „defund the police” aðallega fram í formi óboðlegra launakjara.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: