- Advertisement -

Sextíu milljarðarnir eru bara nítján

Munum að við erum að stefna inn í dýpstu kreppu í 100 ár. Hugsum því stórt og hugsum róttækt.

Ágúst Ólafur Ágústsson:

Þessi pakki eru engir 60 milljarðar kr. eins og ríkisstjórnin vill að fyrirsagnirnar verði. Því af þessum 60 milljörðum eru 41 milljarður lán (sem þarf auðvitað að borga til baka) og frestun skattgreiðslna. Innspýtingin er því 20 milljarðar (bara 2% af ríkisútgjöldum) en ekki 60 ma. Það þarf ýmislegt að laga.

1. Í 36 blaðsíðna glærupakka ríkisstjórnarinnar er hvergi minnst á heimilin. Hvergi. Það segir allt um áherslur ríkisstjórnarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

2. Lítið er um ný störf fyrir utan sumarstörf (sem jú skipta máli). Af hverju fjölgum við ekki opinberum störfum? Það bæði þarf og væri skynsamlegt.

3. Aftur gleymast litlu fyrirtækin. Úrræðið gagnvart þeim er fyrst og fremst lán. Og lán þarf að borga til baka. Fyrirtækin sem neyddust til að loka vegna tilmæla sóttvarnaryfirvalda fá að hámarki 2,4 m kr. sem í sumum tilvikum dugar ekki fyrir húsaleigu tveggja mánaða.

4. Félagslegi pakkinn kostar 8,5 milljarða kr. Það er allt of sumt en til að setja þá tölu í samhengi þá hafa veiðileyfagjöldin lækkað um 11 milljarða á kjörtímabilinu.

5. Ekkert er bætt nú í fjárfestingar ríkisins s.s. vegaframkvæmdir. Fyrri fjárfestingarpakkinn var orðinn of lítill áður en blekið var þornað.

6. Bætt er í listamannalaunin (hvaðan ætli þau hafi fengið þá hugmynd? en aftur of lítið. Viðbót ríkisstjórnarinnar er um 100 listamenn en sjálfstætt starfandi listamenn eru 3.500. Af hverju ekki tífalda fjölda listamanna eins og ég lagði til? Í staðinn fyrir að setja þetta fólk á atvinnuleysisbætur.

7. Um 50 þúsund Íslendingar eru nú á atvinnuleysisbótum eða hlutarbótum. Þrátt fyrir það eru bæturnar ekkert hækkaðar. Hvernig haldið þið að sé að lifa á 290 þús. á mánuði?

8. Nýsköpunarpakkinn er enn bara allt of lítill. Allt of lítill. Nýsköpun er töfraorðið í kreppu.

9. Gott að framlínufólkið fái álagsgreiðslu en ég minni á að stjórnarandstaðan lagði slíka tillögu fram fyrir nokkru sem var felld. En það er gott að okkar hugmyndir ná sumar inn. Aðrar breytingartillögur stjórnarandstöðunnar við síðasta pakka s.s. um hækkun endurgreiðslu þróunarkostnaðar, fjármagn til fjölskyldna langveikra barna, aukinn stuðningur við grænmetisframleiðslu og nýsköpun hafa nú ratað inn sem er gott.

10. Loks eru það fjölmiðlarnir. 350mm kr. fara þangað sem hugsanleg er lækkun frá því sem til stóð. Ég reyndar trúi ekki að þetta fólk fari að lækka fyrirhugaðan stuðning til fjölmiðla úr 400mm kr. og í 350mm kr. Aftur skil ég ekki af hverju þessi upphæð er ekki talsvert hærri.

Munum að við erum að stefna inn í dýpstu kreppu í 100 ár. Hugsum því stórt og hugsum róttækt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: