- Advertisement -

Sigmar og „smæð“ Ríkisútvarpsins

„Mér finnst það ekki rétt nálgun.“

Sigmar Guðmundsson leggst gegn tillögu Miðflokksmanna um að fólk fái val um hvaða fjölmiðill það vilji að fái útvarpsgjaldið, sem er nú 18.800 krónur.

Sigmar sagði Ríkisútvarpið í raun vera smáan fjölmiðil: „Ég get nefnt sem dæmi að fréttastofa Ríkisútvarpsins er ekkert mikið stærri en bara öflugir fréttaskýringaþættir í stærstu miðlum úti í heimi. Stærðarmunurinn er alveg yfirgengilegur.“

Sigmar sagði einnig: „Við sjáum ef við skoðum þetta, og nú komum við inn á það sem skiptir svo miklu máli alltaf þegar við erum að ræða um þessa hluti, hvað Ísland er í raun og veru smár markaður. Að búa til mikilvægt menningarefni, skrásetja söguna og halda utan um þetta allt fyrir komandi kynslóðir kallar á mannafla, tæki og útgjöld. Þetta er dýrari útgerð út af fámenninu hér en í milljónasamfélögum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að lokum þessi tilvitnun í ræðu Sigmars Guðmundssonar: „Ég held að í svona litlu samfélagi eins og á Íslandi ættum við og eigum að vera með sterkt og öflugt ríkisútvarp og við eigum ekki, eins og mér finnst að yrði afleiðing af þeirri tillögu sem við ræðum hér, að veikja ríkisútvarpið til að styrkja hinn hlutann. Mér finnst það ekki rétt nálgun.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: