- Advertisement -

Sigurður Ingi kominn á flótta

Samstaðan um veggjöld hefur sundrast jafn skyndilega og hún myndaðist.

Sigurður Ingi hefur séð hversu mikil andstaða er við væntanlegan vegaskatta og hefur brugðist við. Hann hefur lagt á flótta.

Haukur Arnþórsson skipulagsfræðingur sér þetta: „Samgöngumálaráðherrann skilur hina ríkisstjórnarflokkana eftir sem talsmenn aukinnar skattheimtu og þeirrar spillingar og einkavæðingar sem gjaldtaka hefur í för með sér.“

Haukur nefnir þetta straumhvörf: Hér hafa orðið straumhvörf, samstaðan um veggjöld hefur sundrast jafn skyndilega og hún myndaðist. Samgöngumálaráðherra skynjar greinilega þunga undiröldu óánægju með gjaldtöku af vegagerð – með tilheyrandi einkavæðingu og spillingu – og leggur til að arðgreiðslur frá orkusölu geti runnið til vegagerðar og minnist raunar einnig á greiðslur frá bönkunum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og ekki ert langt að sækja nýjasta innleggið í flóttaleið ráðherrans, frá fyrri orðum:

„Það eru aðeins þrír dagar liðnir síðan Landsbankinn tilkynnti um að hann myndi greiða ríkissjóði 9,9 milljarða arð vegna rekstrarársins 2018. Kannski er ráð að draga aðeins eða hætta við sölu bankanna?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: