- Advertisement -

Sitthvað er Katrín þá og Katrín nú

Það er með öllu óásættanlegt að stjórnvöld hyggist fara að ráðast í stórfellda bankasölu, banka-outlet.

„Ég ætla að nota tækifærið og fagna því að nefndin taki þetta mál í sínar hendur því að það er með öllu óásættanlegt að stjórnvöld hyggist fara að ráðast í stórfellda bankasölu, banka-outlet mætti kalla það, þegar nánast allir eignarhlutir ríkisins eru settir á söluskrá þó að sagt sé að fara eigi varlega, án þess að fyrir liggi sýn um hvernig fjármálamarkaðurinn eigi að vera til framtíðar. Þetta á að vera eitt mikilvægasta markmið núna.,“ sagði Katrín Jakobsdóttur skömmu áður en hún gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.

Hér að neðan er stutt brot úr ræðu hennar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á sama tíma sagði Katrín á Alþingi;

„Íslenskt samfélag hefur orðið gegnsýrðara af grunsemdum og tortryggni á síðustu árum þegar kemur að viðskiptalífinu og þessi tíðindi sýna að eina leiðin til að eyða þeirri tortryggni sé að sýna vönduð vinnubrögð, ráðast í gagngera rannsókn á söluferlinu öllu eins og Alþingi samþykkti árið 2012 þannig að hægt sé að horfa fram á veginn, draga lærdóm af ferlinu áður en ráðist verður í aðra einkavæðingu á hlut ríkisins í bönkunum. Hæstv. ráðherra hefur boðað sölu á hlut ríkisins í bönkunum en hann hefur líka sagt, (Forseti hringir.) frú forseti, að mikilvægt sé að taka sér þann tíma sem þarf. Er ekki ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni?“

Nú má lesa í Kjarnanum: „Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að það sé skyn­sam­legt að ráð­ast í sölu á hlut í Íslands­banka ef það er tengt við það að nota ávinn­ing­inn í inn­viða­fjár­fest­ing­ar.“

Og: Katrín seg­ist leggja áherslu á að sölu­ferlið verði að vera opið og gagn­sætt. Það sé ekki rík­is­ins að ákveða hverjir kaupi ef til dæmis 25 pró­sent hlutur í  bank­anum verður seldur í gegnum skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að. „Það skiptir máli að það sé jafn­ræði á milli þeirra sem hafa áhuga.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: