- Advertisement -

Sósíalistar fengju þrjá þingmenn

Gunnar Smári skrifar:

Samkvæmt þessari könnun mælist Sósíalistaflokkurinn á 5% þröskuldinum og fengi því þrjá þingmenn ef kosið er nú. Það er ágæt staða fyrir nýjan flokk tæpum tíu mánuðum fyrir kjördag. Fram undan er kynning á kosningastefnu og frambjóðendum og svo kosningabarátta þar sem erindi flokksins verður skýrt og stuðningur við það styrkt.

Samkvæmt þessari könnun myndi þingheimur skiptast svona (innan sviga breyting á þingliði):

Ríkisstjórnin:

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 18 þingmenn (+2)
  • VG: 5 þingmenn (–6)
  • Framsókn: 5 þingmenn (–3)
  • Ríkisstjórnin samtals: 28 þingmenn (–7)

Hinn svokallaða frjálslynda miðja stjórnarandstöðunnar:

  • Píratar: 9 þingmenn (+3)
  • Samfylkingin: 9 þingmenn (+3)
  • Viðreisn: 6 þingmenn (+2)

Hinn svokallaða frjálslynda miðja samtals: 24 þingmenn (+8)

Hægri hluti stjórnarandstöðunnar:

  • Miðflokkurinn: 4 þingmenn (–5)
  • Flokkur fólksins: 4 þingmenn (+2)

Hægri hluti stjórnarandstöðunnar samtals: 8 þingmenn (–3)

Utan þings andstaða:

  • Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)

Það má líka flokka þetta öðruvísi:

Hreinir auðvaldsflokkar (DCM): 28 þingmenn (–1)

Félagshyggjuflokkar og flokkar með rætur í alþýðustjórnmálum (SPVBFJ): 35 þingmenn (+1)

En það er ekki grasrótin sem leggur línurnar eftir kosningar heldur forystan.

Auðvaldsflokkarnir geta samkvæmt þessu ekki myndað stjórn nema að einhver hinna gangi yfir línuna (og fórni lífi sínu, en það sést á stöðu VG og Framsóknar nú hversu dýrkeypt það er flokkum þegar forysta þeirra ákveða að nota umboð sitt til að framlengja ríkisstjórnarvist Sjálfstæðisflokksins). Það gerir tök auðvaldsflokkanna veikari að innan þeirra togast á afturhald Miðflokksins og svokallað frjálslyndi Viðreisnar, og að þessi átök eiga sér líka stað innan Sjálfstæðisflokksins. Einn armur xD mun því upplifa samstarf við Viðreisn sem svik en annar armur samstarf við Miðflokk sem svik.

Til að ná saman ríkisstjórn gæti Sjálfstæðisflokkurinn þurft að lokka til sín forystu marga flokka, freista þess að fá þær til að svíkja sína kjósendur. Ef xD velur Viðreisn þyrfi flokkurinn að finna 8 þingmenn til viðbótar (annað hvort Píratar eða Samfylkingin duga). Ef xD velur Miðflokkinn þyrfti flokkurinn að finna 10 þingmenn til viðbótar (Bæði VG og Framsókn rétt duga).

Ef horft er til grasrótar þessara flokka er þessi leið mun lengri, frá Sjálfstæðisflokki að Pírötum eða frá Miðflokki að VG en leiðin frá Framsókn að Sósíalistaflokknum. Ef miðað er út frá grasrótum flokkanna þá er félagshyggjusamstarf með 35 þingmanna stuðning (bein aðild eða stuðningur við minnihlutastjórn) líklegri en að auðvaldinu takist að halda völdum. En það er ekki grasrótin sem leggur línurnar eftir kosningar heldur forystan og því miður hefur forysta í ótrúlegustu flokkum valið að bera Sjálfstæðisflokkinn til valda.

Ef við skoðum breytingar á fylgi flokkanna frá kosningum þá eru þær þessar:

FLOKKAR SEM VINNA Á:

  • Sósíalistaflokkurinn: +5,0 prósentustig
  • Píratar: +4,6 prósentustig
  • Viðreisn: +2,8 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkurinn: +1,9 prósentustig
  • Samfylkingin: +1,7 prósentustig

FLOKKAR SEM TAPA FYLGI:

  • VG: –9,3 prósentustig
  • Miðflokkur: –3,9 prósentustig
  • Framsókn: –3,1 prósentustig
  • Flokkur fólksins: –0,7 prósentustig

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: