- Advertisement -

Spá: Sósíalistaflokkurinn verður stærsti vinstri flokkurinn

…allt þar til að forysta þess flokks tók þá geggjuðu ákvörðun að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.

Gunnar Smári skrifar:

Len McCluskey, formaður verkalýðsfélags (1,4 milljón félagar) sem löngum hefur verið sterkasti fjárhagslegi bakhjarl Verkamannaflokksins, segir brottvísun Jeremy Corbyn vera pólitískan leik hópsins í kringum Keir Starmer, formannsins sem bauð sig fram sem mannasætti og þann sem gæti haldið flokknum saman, en hefur síðan hægt og bítandi, óhikandi og ákveðið, reynt að setja vinstri hluta flokksins og verkalýðsarm í pólitískan útlegð innan eða utan flokksins.

Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir.

Þetta er svipað og ef Árni Páll væri kosinn í formaður í Samfylkingunni (sem reyndar vildi aldrei verða Verkamannaflokkur, fannst alþýða meira að segja skammaryrði) og ræki Jóhönnu Sigurðardóttur úr flokknum fyrir að hafa ekki kæft niður kvenhatur innan flokksins.

Hvað á vinstrið að læra af þessu? Og hvernig flokkseigendur og hægri menn í Demókrataflokknum tryggðu að vakning vinstrisins í kringum Sanders fengi nokkurn framgang? Hægra liðið sem náð hefur undir sig flokkum sem urðu til af verkalýðsbaráttu síðustu aldar lítur ætíð á vinstrið sem sinn höfuðandstæðing. Við þekkjum næg dæmi þess hér á landi. Og notar öll meðöl til að berja vinstrið niður. Kratar í Alþýðuflokknum gengu harðast fram í að grafa undan róttækasta hluta verkalýðsins með McCarthyisma og ásökun um að hin róttæku væru handbendi Rússa. Hér á Facebook eru það ekkert síður, jafnvel enn frekar, hægri kratar sem hrópa Stalín í hvert sinn þegar sósíalistar tala en sótsvartasta íhaldið.

Hvað eigum við að læra af þessu?

Á vinstrið að kljúfa sig frá Verkamannaflokknum? Stofna nýjan flokk í Bandaríkjunum (þar ætti það auðvitað að endurreisa verkalýðshreyfinguna)? Eða á það að ná völdum í þessum flokkum og beita svo sama miskunnarleysi og hægri kratarnir þegar það nær völdum og hrekja hægrið burt? Hvers vegna var Tony Blair, sá argi stríðsglæpa- og undirróðursmaður, ekki rekinn úr flokknum? Hvers vegna var ekki raunverulegt uppgjör við nýfrjálhyggjuna og hægra liðið sem skemmdi flokkinn?

…varð VG stærra og hélt því, allt þar til að forysta þess flokks tók þá geggjuðu ákvörðun að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
Ljósmynd: Stjórnarráðið.

En hér heima? Vanalegur söguþráður hér er þessi: Forystan fer á hraðleið til hægri og vill vera fólk meðal fólks innan um annað valdafólk, þvær sig af plebbaskap grasrótarinnar til að fitta inn. Vinstrinu ofbýður og fer, gefur hægrinu eftir flokkinn. Þetta gerðist þegar Kommúnistaflokkurinn var stofnaður, Sósíalistaflokkurinn gamli, Alþýðubandalagið, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, Þjóðvaki, VG. Í öll skiptinn byggðist þetta á flótta verkalýðssinna og vinstrafólks frá flokki sem var á hraðleið til hægri. En því miður færði róttæki flokkurinn sig í átt að flóttafólkinu og því þynntist róttæknin út í hvert sinn. Saga forvera Samfylkingar og VG er endalaus sáttamiðlun vinstrisins við hægri krata og svo tap þess þegar fram líða stundir; samkomulagið um sameiginleg markmið, að bæta kjör hinna verst settu, héldust ekki.

Ætlar vinstra fólk í VG að þola meðferðina mikið lengur? En verkalýðssinnar innan Samfylkingar, halda þeir að þeirra tími komi allt í einu, að Samfylkingin taki upp raunverulega baráttu en leggi af tæknilegar lausnir?

Sósíalistar náðu þessu og Alþýðubandalagsmenn héldu þessu.

Ein spá í lokin: Hér á Íslandi var það oftar svo að róttæki flokkur vinstrisins var stærri en flokkur hægri kratar. Sósíalistar náðu þessu og Alþýðubandalagsmenn héldu þessu. Það var ekki fyrr en með stofnun Samfylkingar og VG að hægrihlutinn var stærri, en aðeins um tíma. Eftir samstarf við Sjálfstæðisflokksins og svo fall nýfrjálshyggju í Hruninu (og þar með Blairismans, sem var hvatinn af stofnun Samfylkingar) varð VG stærra og hélt því, allt þar til að forysta þess flokks tók þá geggjuðu ákvörðun að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Og hver er spáin: Að Sósíalistaflokkurinn verði stærsti vinstri flokkurinn eftir stutta stund, styttri en þið haldið. Það myndi endurspegla lífssýn og pólitískar áherslur almennings en að staðan í dag gerir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: