- Advertisement -

Stærsta frétt dagsins

Gunnar Smári skrifar:

VM afhjúpar hér hvernig íslenskir útgerðarmenn stinga undan skiptum og þar með samfélaginu öllu, sem fær minna í formi útsvars og skatta. Ætla stjórnvöld ekki að gera neitt í þessu? Það hefur verið sýnt fram á það aftur og aftur að það verð sem útgerðin selur aflann sjálfri sér stenst enga skoðun, það er hrópandi ósamræmi þegar það er borið saman við verð í öðrum löndum og öllum augljóst að útgerðin er með þessu að skjóta undan og fela stórum hluta af arðinum af auðlindinni. Samt er ekkert gert. Hvers vegna? Vegna þess að stjórnvöld þjóna útgerðaraðlinum, um 10-12 fjölskyldum. Og ekki þér.Mismunurinn í auglýsingunni eru aðeins nokkrar krónur. Miðað við verðmæti landaðs afla jafngildir þetta hins vegar um 50-60 milljörðum króna.Þessi auglýsing VM er stærsta frétt dagsins. Því miður hafa ábendingar formannsins, Guðmundar Helga, ekki náð inn í almennar fréttir pressunnar (sem er að stærstum hluta í eigum kvótagreifa og annarra auðmanna). Það er sorglegt að VM verði að kaupa auglýsingu undir þessa frétt til að koma henni til almennings.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: