- Advertisement -

Starfsáætlun eða sumarþing

Þingmenn skiptust á skoðunum um hvort þing verði kallað saman í sumar, en Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í Fréttablaðinu í gær, að til greina komi að Alþingi starfi í sumar.

„Það kom mér á óvart að Sigrún Magnúsdóttir segi að hugsanlega verði sumarþing,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætti við að þá verði að nást samkomulag milli flokkanna.

Einar Kr. Guðfinsson, forseti Alþingis, sagði að unnið sé og verði eftir starfsáætlun þingsins.

„Ég vil að við stöndum við starfsáætlun og ég vil ekki rugga vð henni,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir og skýrpi ummæli sín í Fréttablaðinu þannig að þau hefðu fallið eftir að blaðamaður gekk á hana með svör ef þingið nær ekki að klára brýnustu mál.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jón Þór Ólafsson Pírati sagðist fagna ef þingið starfaði í sumar. Og Helgi Hrafn Gunnarsson félagi hans sagðist ekkert hafa á móti sumarþingi en betra væri að vinna betur nú þegar þingið situr.

Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði ekki í boði að humma þingsályktunartillöguna um að slíta aðildarviðræðunum framyfir sveitastjórnarkosningar og ræða hana síðan á Alþingi í sumar.

Árni Páll Árnason bætti við og sagði: „við ætlum ekki að gefa svigrúm til að svíkja gefin loforð.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: