- Advertisement -

Stjórnarandstaðan er í Hádegismóum

„Núverandi ríkisstjórn hefur staðið vel við þau loforð sín, sem hún nefndi þó aldrei upphátt, að breyta helst engu verki ríkisstjórnar Steingríms og Jóhönnu. Öll voru þau rökstudd með orðunum „það varð hér hrun.“ Steingrímur hækkaði skatta 100 sinnum eins og frægt er. Þessar skatthækkanir standa enn eins og þær hafi verið felldar inn í stjórnarskrá.“

Þannig skrifar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sá sem heldur um pennann í Hádegismóum.

Annar fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, er flokknum oft erfiður vegna skrifa sinna, en hann talar ekki eins tæpitungulaust og Davíð í Hádegismóum. Davíð dregur hvergi af sér þegar gagnrýnir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, einkum í skattamálum. „Ríkissjóður er fleytifullur,“ skrifar hann.

Hann hefur áhyggjur ef fer sem horfir og Sjálfstæðisflokkurinn, sem hann þó gagnrýnir óvægið, missir völdin. „Ríkissjóður er fleytifullur. Það eru ákjósanleg skilyrði til þess að koma á 4-5 flokka stjórn, eins og verið er að hóta, til þess að sukka og sulla með fé. Gleðskapurinn getur orðið jafnherlegur og brúðkaup Villa kokks og Dómhildar. Og timburmennirnir ekki síðri. Hvers vegna menn vilja menn endilega flýta sér yfir í þetta ástand? Það væri nytsamlegt að upplýsa þjóðina um það. Er það til of mikils mælst?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gagnrýni Davíðs á verk Bjarna Benediktssonar er beinskeitt. Í þeim efnum kemur jafnvel harðasta stjórnarandstaðan úr Hádegismóum. Þannig er nú það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: