- Advertisement -

Stjórnsýslan í landinu er í molum

Þorvaldur Gylfason skrifaði:

Stjórnsýslan í landinu er í molum líkt og í Bandaríkjum Trumps.

Dæmi 1: Áhrif ferðamannastraums undangenginna ára á náttúru landsins hafa ekki verið metin. Engin opinber skýrsla er til um málið þrátt fyrir fjölda áskorana. Þessi vanræksla er vandræðaleg m.a. í ljósi þess að VG hefur stýrt umhverfisráðuneytinu frá 2017.

Dæmi 2: Áhrif ólíkra sóttvarnaráðstafana á efnahag landsins hafa ekki heldur verið athuguð. Tillögum hagfræðinga um slíka athugun á kostum og göllum ólíkra markmiða og leiða t.d. að norskri fyrirmynd hefur ekki verið sinnt. Stjórnvöld vaða heldur áfram í villu og svíma.

Dæmi 3: Vandinn er ekki nýr. Þegar AGS lagði fram tillögur um neyðarrástafanir í miðjum hamförum 2009 sögðu stjórnmálamenn við starfsmenn AGS: Við skulum skoða málið að loknum sumarleyfum.

Heimild: AGS.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: