- Advertisement -

Stjórnsýslulega flottur gambítur

Haukur Arnþórsson stjórnsýsufræðingur skrifaði:

Meint tillaga dómsmálaráðherra til vararíkissaksóknara um embættisskipti er stjórnsýslulega stórgóð. En ég er ekki sammála Mbl. um að Helgi Magnús geti annars vegar valið milli þess að verða vararíkislögreglustjóri (með sömu laun og áður) eða hins vegar á fullum launum sem vararíkissaksóknari til sjötugs án þess að starfa. Það val felst ekki í tilboðinu. Skoðum málið.

(Uppsláttur Mbl. um að Helgi Magnús eigi kost á fullum launum sem varasaksóknari til sjötugs (gætu verið allt að 200 milljónir) virðist til þess gerður að koma spillingarorði á ríkið – frekar en að blaðamenn hans séu svona illa að sér eða ólæsir.)

Í 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrár segir: „Forseti [les ráðherra] getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stórskemmtilegt stjórnsýslulegt útspil dómsmálaráðherra, sem alltaf sýnir betur og betur hvað hún er öflug.

Ég tel að hugtakið „eftirlaunum“ þarna vísi til réttinda Helga Magnúsar til eftirlauna úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og þetta orðalag sé í takt við þá gömlu skipan að embættismenn gátu þegar þeir hættu valið á milli þess að þiggja eftirlaun frá sjóðnum (sem þá var veikur) eða þiggja ellilífeyri frá TR – eftir því hvort var hærra. Það er þetta val um eftirlaunakjör sem Helgi Magnús stendur frammi fyrir ef hann þiggur ekki vararíkislögreglustjóraembættið.

Þá segir þarna beinlínis að hinn valkosturinn sé „lausn frá embætti“ og segir sig sjálft að þá á hann ekki lengur rétt til launa sem embættismaður. Ætli þetta ákvæði stjórnarskrár sé ekki eini möguleiki ráðherra til að koma embættismönnum úr embætti. Og munum að stjórnarskrárákvæðið trompar æviráðninguna.

Ég tel því að Helgi Magnús mæti þarna þeim gambít að annað hvort verði hann að flytja sig í starf vararíkislögreglustjóra (og halda sömu launum) eða hins vegar að fara á eftirlaun í takt við réttindi sín til þeirra.

Stórskemmtilegt stjórnsýslulegt útspil dómsmálaráðherra, sem alltaf sýnir betur og betur hvað hún er öflug.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: