- Advertisement -

Strætó stígur fyrstu skrefin

Neytendur Hjá Strætó er unnið að kerfi þar sem viðskiptavinum verður gert kleift að greiða fargjaldið með farsíma. RÚV greindi frá þessu. Verið er að þróa app sem mun gera þetta að veruleika.

„Við erum svona að stíga fyrstu skrefin í þessu þannig að fyrsta kastið verður það þannig að það verður einungis hægt að greiða stakt fargjald á höfuðborgarsvæðinu en síðan höldum við bara áfram að vinna þetta kerfi og stefnum að því að það verði þannig í framtíðinni að öll tímabilskortin komi þarna inn líka,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó í samtali við RÚV. Hann sagði prófanir ganga vel og hann er bjartsýnn á að smáforritið komist í gagnið í ár.

Kolbeinn kannast vel við það að viðskiptavinir kveinki sér undan núverandi greiðslufyrirkomulagi í Strætó. „Því er ekki að neita að það koma kvartanir varðandi það að fólk þurfi að vera með klink í vasanum. Það eru náttúrulega æ færri sem eru með klink.“ Aðspurður hvers vegna það sé ekki löngu búið að nútímavæða greiðslukerfið svarar Kolbeinn: „Tja, nú er stórt spurt. Þetta er bara allt að verða æ tæknivæddara og við höfum bara ákveðið að vanda okkur í þessu og gera þetta þannig að þetta virki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: