- Advertisement -

Teitur græðir, hvað með gamla fólkið?

Gott og vel, Teitur Guðmundsson hans fólk mun kannski græða á rekstri hjúkrunarheimilisins á Akureyri. Nú er búið að segja upp öllu vanasta og kannski hæfasta starfsfólkinu. Í þeirra stað verða ráðnir nýliðar í löngum röðum.

Á hjúkrunarheimilinu er gamalt fólk og veikt. Það missir nú það fólk sem hefur sinnt því vel og þekkir hagi þess og líðan. Boðuð er ömurleg meðferð á gömlu fólki sem hvergi kom nærri þegar þessar ákvarðanir allar voru teknar.

Allt miðar þetta að því að einn spari peninga og annar græði. Í umræðunni kemur hvergi fram hversu svívirðilegt þetta er gagnvart gamla fólkinu. Það er ekki eins og ein eða einn sé að hætta. Nei, allt það fólk sem lengst hefur starfað á hjúkrunarheimilinu.

Var ekk skálað í kampavíni þegar líðan gamla fólksins var framseld til gróðafyrirtækis? Þetta er ógeðfellt.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: