- Advertisement -

Það verður ekki hægt að stoppa okkur

Sólveig Anna Jónsdóttir:

Kæra fólk, ég bið ykkur af öllu hjarta að horfa á þetta myndband. Þarna segir Erna Guðný Jónasdóttir, skólaliði og Eflingar-kona frá. Allt sem hún segir er eins og talað út úr mínu hjarta.

Við í samninganefnd Eflingar eigum fund á eftir hjá ríkissáttasemjara, með samninganefnd sveitarfélaganna. Ég talaði áðan við meðlimi í undanþágunefnd Eflingar og við vorum sammála um að við yrðum að búa okkur undir það að ekkert myndi gerast, að afstaða þeirri yrði óbreytt og verkföll héldu áfram. Væntingastjórnun er það víst kallað, hugarfarið sem við reynum að temja okkur núna. En ég ætla samt að segja þetta af því að það er sannleikurinn: Ég trúi því að við munum vinna þennan slag. Ég trúi því af öllu hjarta. Af því að við mætum í hann með réttlætiskenndina að vopni og sjálfsvirðinguna, en kannski mest vegna þess að barátta okkar láglaunakvenna er eins og náttúruafl: Það er ekki og verður ekki hægt að stoppa okkur. Við erum byrjaðar að tala og við munum ekki þagna. Við erum byrjaðar að berjast og við munum ekki hætta. Við höfum séð hvor aðra, hitt hvor aðra, heyrt í hvor annari og við vitum að á endanum eru sögurnar okkar þær sömu. Um vinnu, um mikilvægi, um ósýnileika. Um arðrán. Um kerfi sem heldur að það eigi okkur með húð og hári. Um okkar djúpu löngun í að rísa upp sameinaðar og hafna þessu fáránlega og ömurlega bulli sem hefur verið troðið upp á okkur; að við höfum bara eitt hlutverk, að vera ódýrasta vinnuaflið í bænum.

Við munum ekki láta bjóða okkur meiri vanvirðingu.

Og þess vegna munum við vinna slaginn. Þegar kona er risin upp er ekki hægt að traðka aftur á henni. Við erum byrjaðar að sigra og við munum ekki hætta.

Ég ætla að vitna í hana Urslulu Le gGuin sem ég hef elskað frá því að ég var stelpa, til að blása sjálfri mér og vonandi öðrum baráttuanda í brjóst: „Við erum eldfjöll. Þegar við konur bjóðum fram reynslu okkar sem sannleikann, sem hinn mennska sannleika, breytast öll landakort. Ný fjöll verða til.“

„Við erum ekki að biðja um mikið. Við erum bara að biðja um réttindi okkar. Það sem við eigum, búin að vinna fyrir. Við ræstingarfólkið finnum bara vanmáttinn, að við séum ekki metin. Við höldum öllu gangandi. Við erum að halda uppi skólum, leikskólum, heilbrigðiskerfinu. Þetta er jafn mikil staða og að vera forseti eða vera bæjarstjóri eða að vera einhver háttmetinn. Ég er jafnmikil manneskja. Svona án gríns, ég er það.“

https://www.facebook.com/efling.is/videos/268148787649451/UzpfSTExNTkwNzYzMzM6MTAyMjIzMzgzNzE5NDU2OTk/


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: