- Advertisement -

Þegar fólk var hrakið að heiman

- þegar önnur leið var greið og hefði betur verið farin.

Við hrunið, haustið 2008, var ljóst að margra biðu miklir erfiðleikar. Málsmetandi fólk lagði ýmislegt til. Jón Daníelsson, hagfræðingur í London, var þá tíður gestur í þættinum Sprengisand. Eitt af því sem hann lagði til þar, að gert yrði, var að umfram allt að fólk þyrfti ekki að flosna upp af heimilum sínum. Hann sagði það ómögulegan kost. Auk fjárhagsvanda myndi það valda félagslegum vanda.

Nú hefur komið fram að um níu þúsund fjölskyldur voru reknar að heiman. Flest það fólk er enn ofurselt afleiðingum hrunsins.

En hvað átti að gera?

Jón lagði til að íbúðareigendum yrði gert fært að semja við viðkomandi banka eða Íbúðalánasjóð þannig að greiðendur, það er viðkomandi fjölskyldur, greiddu þann hluta afborgana sem þeir réðu við og bankinn það sem á vantaði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Greiðslur hækkuðu mikið og tekjur fólks lækkuðu umtalsvert. Ójafnvægið varð mikið. Hefði leið Jóns verið farin hefði viðkomandi banki eignast hlut í íbúðum á móti þeim sem þar bjuggu. Þegar mesta óveðrið var að baki hefði bankinn og fjölskyldan samið endurgreiðslur þess sem bankinn greiddi. Þannig hefði mátt forðast vanskil, dráttarvexti og annan ósóma. Og hinir réttu eigendur hefðu búið áfram á heimilum sínum og engir heimavellir eða hvað þau heita öll okurleigufélög ekki orðið til.

Þá hefðu flestar fjölskyldur átt heima áfram á heimilum sínum, börn hefði ekki þurft að skipta um skóla, engin verið andvaka eða fengið magasár, fjölskyldur hefðu ekki splundrast.

Eða hvað?


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: