- Advertisement -

Þeim er „drullu­sama“

Það ætti frek­ar að stækka það og efla held­ur en að loka. Ég á ekki orð yfir þessu rugli.

„Grunn­laun mín í dag þar sem staða mín er að vera staðgeng­ill aðal­varðstjóra með titil­inn óbreytt­ur lög­reglumaður kr. 441.564. Ný­út­skrifaður lög­reglumaður með tveggja ára há­skóla­nám á bak­inu er með 359 þúsund krón­ur rúm­ar.“

Þetta skrifar Aðalsteinn Júlíusson lögreglumaður á Akureyri, lögreglumaður til áratuga.

„Lög­reglu­menn og kon­ur eru seinþreytt til reiði og þol­in­mæði höf­um við haft nóga. Í dag er sú þol­in­mæði þrot­in, far­in. Því miður er vinnu­veit­anda okk­ar „drullu­sama“ og kær­ir sig koll­ótt­an. Við höf­um átt sex fundi með samn­inga­nefnd rík­is­ins [SNR] og okk­ur er alltaf boðin sama tugg­an, „Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn“ svo­nefndi sem ASÍ samdi um fyr­ir lög­reglu og jafn­framt öll­um okk­ar kröf­um hafnað að fullu. Við höf­um farið fram á leiðrétt­ingu launa­töfl­unn­ar sem okk­ur hafði verið lofað af SNR fyr­ir síðustu samn­inga en svik­in eru al­gjör og menn viður­kenna ekki nein lof­orð. Ég segi við ykk­ur vinnu­veit­anda minn, ríkið: „Viljið þið skamm­ast til að reka grunnþjón­ustu ykk­ar af mynd­ar­brag og borga starfs­mönn­um ykk­ar sóma­sam­leg laun“.“

…varðandi glóru­lausa og óskilj­an­lega ákvörðun…

Skrif Aðalsteins birtust í Mogganum í dag. Greinin er löng. Miðjan birtir aðeins lítinn hluta greinarinnar. Seinna í greininni kemur Aðalsteinn að öðru máli:

„Aðeins að öðru, varðandi glóru­lausa og óskilj­an­lega ákvörðun Fang­els­is­mála­stofn­un­ar að loka fang­els­inu á Ak­ur­eyri, vil ég hvetja dóms­málaráðherra okk­ar til að standa í fæt­urna og snúa þess­ari ákvörðun við þegar í stað. Það verður dýr­ara fyr­ir ríkið, þegar upp er staðið að loka, held­ur en að nýta fang­elsið. Það ætti frek­ar að stækka það og efla held­ur en að loka. Ég á ekki orð yfir þessu rugli.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: