- Advertisement -

Þetta er ekki atlaga að Samherja

Þar sem er reykur er nokkuð örugglega eldur!

Marinó G. Njálsson skrifar:

„Þegar fyrirtæki berjast gegn sannleikanum,“ er áhugaverður pistill á vef RÚV (var birtur í Speglinum). Nei, þetta er ekki enn ein atlagan að Samherja, heldur er verið að fjalla um Wirecard, þýskt fjártækni fyrirtæki sem var of gott til að vera satt. 

Sagan er pínulítið mikið keimlík sögu íslensku bankanna fyrir hrun. Ungir menn koma inn á staðnaðan markað með nýjung sem ekki allir skildu, en í staðinn fyrir að æpa að keisarinn væri í engum fötum, þá hrósuðu menn hugviti ungu mannanna því þeir vildu ekki missa af möguleikanum á stóra vinningnum.  Blaðamaður FT benti hins vegar á að keisarinn væri nakinn og þá hófst atburðarás sem minnti frekar á njósnaþriller en raunveruleikann.  Svo ég vitni í pistil Spegilsins:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„..og svo voru það sígildar hótanir lögfræðinga sem sérhæfa sig í  meiðyrðamálum. Almannatenglar unnu að því að grafa undan skrifum FT um  Wirecard. Og á Twitter var hellt fúkyrðum yfir blaðamennina. Þeir  kallaðir öllum illum nöfnum, væru ekkert annað en ótíndir glæpamenn…“

„Fyrirtæki sem berjast gegn sannleikanum, sama hvað. Eitt er að fyrirtæki vilji verja sig gegn misvísandi eða rangri  umfjöllun. En yfirmenn Wirecard, sem réðu lögfræðinga, spæjara og  almannatengla til að hrella FT og blaðamennina, vissu vel að það sem  Financial Times skrifaði var rétt. Með árásum á blaðamenn réðust  yfirmenn Wirecard í raun gegn sannleikanum en já, sannleikurinn sigraði í  þessari glímu.“

Saga Wirecard er dæmi um svik og fyrirtæki sem á sand af seðlum til að gera allt sem mögulegt er til að fela sannleikann. Á undanförnum árum höfum við séð ansi mörg fyrirtæki (og nokkur stór þýsk) reyna þetta sama. VW og Deutsche Bank eru líklega þekktustu dæmin. Hvað ætli dæmin séu mörg í raun og veru? Ekki færri en óteljandi.  Bara á litla Íslandi gerðu Glitnir, Kaupþing og Landsbanki Íslands sitthvað á árunum fyrir hrun til að fela drullumallið sitt. Ekki halda eitt augnablik að þau séu fyrstu eða síðustu íslensku fyrirtækin til að haga sér svona. Þar sem er reykur er nokkuð örugglega eldur!

Hér er tengillinn.

Greinin var birt á Facebooksíðu Marinós.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: