- Advertisement -

Þjóðin ráði framtíð flugvallarins

Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki fer fyrir vænum hópi þingmanna sem vill að þjóðarkvæðagreiðsla verði um framtíð flugvallarins í Reykjavík.

„Tillagan gerir ráð fyrir því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar,“ segir í greinagerð með tillögunni. „Markmið hennar er að þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flugvöllurinn og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verða í fyrirsjáanlegri framtíð, m.a. með tilliti til þjóðhagslegra hagsmuna,“ segir þar.

Njáll Trausti og félagar hans segja ljóst vera að ríkir almannahagsmunir felist í greiðum samgöngum innanlands og að staðsetning flugvallarins, sem sé miðstöð innanlandsflugs, og hafi afar mikla þýðingu í því samhengi. „Flugvöllurinn gegnir mjög mikilvægu öryggishlutverki fyrir almenning í landinu vegna sjúkra- og neyðarflugs svo og sem varaflugvöllur. Þá gegnir flugvöllurinn mjög mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi landsins.“

Þingmannahópurinn gerir ráð fyrir að þjóðarsjúkrahúsið verði við Hringbraut, líka þeir þingmenn sem berjast hart gegn byggingi þess þar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Stjórnvöld hafa markað þá opinberu stefnu í heilbrigðismálum að aðeins verði byggt upp og rekið eitt hátæknisjúkrahús og það við Hringbraut í Reykjavík, í næsta nágrenni við flugvöllinn. Greiðar samgöngur milli flugvallar og sjúkrahússins eru því afar mikilvægar.“

Flutningsmenn tillögunnar eru:  Njáll Trausti Friðbertsson, Karl Gauti Hjaltason, Ásmundur Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason, Páll Magnússon, Jón Gunnarsson, Sigurður Páll Jónsson, Þorsteinn Sæmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason, Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland, Ólafur Ísleifsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Þórunn Egilsdóttir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: