- Advertisement -

„Þjóðkirkjan er einfaldlega slæmur sendiherra“

Garðar Örn Úlfarsson skrifar leiðara Fréttablaðsins í dag. Hann gerir sér mat úr prédikun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Hann vitnar í orð Agnesar, eins og þetta dæmi sýnir:

„Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi guð kristinna manna,“ sagði biskup.

Garðar Örn gefur ekki mikið fyrir þessi orð:

„Þjóðkirkjan er einfaldlega slæmur sendiherra og glötuð auglýsing fyrir þann guð kristinna manna sem biskup segir vera fórnarlamb þöggunar á Íslandi. Mikill er máttur Íslendinga ef það er rétt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðar í leiðaranum segir Garðar:

„Er hugsanlegt að það sé ekki raunveruleg sálarheill barnanna sem áhyggjurnar beinast að? Þær snúast kannski fremur um milljarða á milljarða ofan sem kirkjunnar þjónar reikna með í sinn vasa frá sóknarbörnum og skattgreiðendum framtíðarinnar?“

Ætli Garðar hafi vakið upp mrgt kirkjunnar fólk og verði svarað á næstu dögum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: