- Advertisement -

Þörf fyrrir umfangsmikinn ríkisstuðning

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar:

„Að undanförnu hef ég, eins og flestir, fylgst með fjölda smita frá degi til dags. Eftir lokanirnar á Ítalíu fór ég að bera saman þróunina þar og í öðrum löndum. Mér líst ekki á í hvað stefnir þar.

Birti myndina hér því við þurfum að búa okkur undir lokanir og aðrar strangar aðgerðir í fleiri Evrópulöndum og við þurfum að bregðast við hér heima bæði með heilbrigðis- og efnahagsaðgerðum. Það mun þurfa umtalsverðan ríkisstuðning til að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir. Margt er hægt að gera og mun reynast nauðsynlegt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við erum í betri stöðu en flest lönd til að takast á við þetta. Nú skulum við nýta þá stöðu vel. Þrátt fyrir eðlilegar áhyggjur til skamms tíma getum við Íslendingar verið bjartsýnir á framtíðina.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: