- Advertisement -

Þrískattlagður sparnaður

Hrafn Magnússon skrifaði:

Hrafn Mafnússon.

Eldri borgurum er gert ókleift að geyma sparifé sitt inn á bankareikningum. Skiptir þá engu máli hvort reikningurinn er verðtryggður eða óverðtryggður.
Sparnaður eldra fólks er mikilvægur. Hann er hugsaður til að mæta óvæntum útgjöldum, svo sem vegna viðhalds húsnæðis eða bifreiðar, svo nærtæk dæmi séu tekin.
Einnig vilja eldri borgarar líkt og annað fólk getað lifað innihaldsríku lífi, farið til útlanda, í leikhús og sinnt öðrum menningarviðburðum.
Þá er rík þörf hjá eldri borgurum að eiga í handraðanum sparifé sem grípa má til, ef hjálpa þarf börnum eða barnabörnum vegna óvæntra áfalla, svo sem vegna langvarandi veikinda eða fjárhagsvandræða.
Sparnaður eldra fólks er hins vegar í mörgum tilvikum þrískattlagður.

Í fyrsta lagi eru vextir af óbundnum bankareikningum undir verðbólgustigi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í öðru lagi er fjármagnstekjuskatturinn 22% af nafnvöxtum. Skatturinn er því líka tekinn af verðbólgunni, eins furðulegt og það er.

Í þriðja lagi lækka eftirlaunin hjá almannatryggingum um 45% af vaxtatekjunum.
Frítekjumörkin eru allt of lág, bæði hvað snertir almannatryggingar og við álagningu fjármagnstekjuskattsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: