- Advertisement -

Þungur dómur yfir Sigríði Á. Andersen

Hæstiréttur Íslands.

Það eitt að taka kassann í fangið og bera út í næsta hús leysir ekki neitt.

Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, talar skýrt um stofnun Landsréttar og hvernig hafa tiltekist. Hann er í viðtali í sérstöku blaði Moggans vegna eitt hundrað ára afmælis Hæstaréttar.

„Það er talað um mikið álag sem var á Hæstarétt. Ég ætla ekki að neita því að það var álag, en maður leysir ekki álag með því að flytja það bara á milli húsa. Álagið hlýtur að eiga sér einhverja rót og ef álagið var óeðlilegt þá hlýtur að þurfa að ráðast að þeirri rót og draga úr álaginu þannig að það sé þolanlegt. Það eitt að taka kassann í fangið og bera út í næsta hús leysir ekki neitt. Enda sýnir reynslan af Landsrétti, sem starfað hefur í tvö ár, að þar er strax kominn málahali.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er aldeilis. Það mikla framfaraskref sem átti að stíga með stofnun Landsréttar leysti ekki vandann sem var fyrir. Vandinn var þá einungis fluttur milli húsa.

„Ég ætla ekki að gerast svo ósvífinn að segja þetta hafa verið vanhugsað en ég held að menn hafi ekki velt nægilega fyrir sér hvort þörf hafi verið á svo yfirgripsmiklum kerfisbreytingum,“ segir Markús. „Þetta er þó veglega gert, og ég vona þá bara að fjárveitingavaldið verði ekki samt við sig heldur veiti vel í þetta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: